Fazer Sælgæti
Nammi nammi ...
Fazer var stofnað árið 1891 í Helsinki af konditormeistaranum Karl Fazer og er mjög þekkt fjölskyldufyrirtæki á Norðurlöndunum. Myntusúkkulaðið sem Íslendingar þekkja sem Fazermint á sér því langa sögu. Fazer býr yfir nokkrum af þekktustu sælgætis-vörumerkjum heims eins og Dumle, Tyrkisk Peber og Skolekridt en vörur fyrirtækisins fást í meira en 40 löndum.
Fazer yfir til Core Heildsölu
Core heildsala ehf. hefur tryggt sér dreifingu á öllum vörum frá Fazer og tekur þar við af Innes ehf. sem sá áður um innflutning á vörum frá Fazer, þar með talið Fazermint, Skolekridt, Tyrkisk Peber og Dumle Original.
„Við tókum við dreifingu Fazer 1. desember sl. og það er gaman að geta fært íslenskum sælkerum fleiri vörur frá þessu þekkta skandinavíska vörumerki, svona í viðbót við nammið sem margir elska eins og Turkisk Peber, Dumle og Fazermint,“ segir Ársæll Þór Bjarnason, einn eigenda Core Heildsölu.